Nýsköpun á landsbyggðinni

Landshlutasamtök sinna ráðgjöf og styðja við nýsköpun á landsbyggðinni

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á landsbyggðinni sinna ráðgjöf og veita stuðning til frumkvöðla og nýsköpunar samkvæmt samningi við Byggðastofnun.
Landshlutasamtökin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti o.fl. Áhersla er að jafnaði lögð á nýstofnuð fyrirtæki, fyrirtæki í nýjum atvinnugreinum og fyrirtæki sem hafa afgerandi áhrif á atvinnulíf lítilla byggðarlaga. Félögin veita upplýsingar um mögulega fyrirgreiðslu og aðstoð annarra aðila og leita samstarfs við stofnanir í stoðkerfi atvinnulífs, fyrirtæki og aðra aðila sem vinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf í atvinnumálum. Landshlutasamtökin vinna í samstarfi við sveitarfélög, opinbera aðila og félagasamtök að eflingu búsetuþátta, sem m.a. snúa að samgöngum, verslun og þjónustu, húsnæðismálum, félagslegu umhverfi, menntunar- og menningarmálum.

Landshlutasamtökin vinna sameiginlega að ýmsum verkefnum og má þar nefna fræðsluröðina Forvitnir frumkvöðlar, gerð kynningarmyndbanda fyrir frumkvöðla og nú hraðal fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni.


Hafðu samband við ráðgjafa í þínum landshluta og fáðu stuðning við þína hugmynd